Fara í efni

Íbúafundur á Djúpavogi

22.02.2023 Djúpivogur

Þriðjudaginn 21. febrúar var haldinn íbúafundur á Djúpavogi þar sem viðfangsefnið var verndarsvæði í byggð. Þar fluttu framsögu Þór Hjaltalín verkefnastjóri hjá Minjastofnun og Jónína Brynjólfsdóttir formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs. Þurý Harðardóttir Minjavörður Austurlands sat fundinn einnig fyrir hönd Minjastofnunar. Frá Múlaþingi sátu einnig fundinn Hugrún Hjálmarsdóttir umhverfis- og framkvæmdastjóri og Sigurður Jónsson skipulagsfulltrúi. Miklar og góðar umræður sköpuðust á fundinum sem var ágætlega sóttur.

Íbúafundur á Djúpavogi
Getum við bætt efni þessarar síðu?