Fara í efni

Íbúafundur á Djúpavogi - verndarsvæði í byggð

14.02.2023 Fréttir Djúpivogur

Boðað er til íbúafundar á Hótel Framtíð, þriðjudaginn 21. febrúar, kukkan 17:15 -19:00. Fundarefni er verndarsvæði í byggð á Djúpavogi og reynsla íbúa á svæðinu. Á fundinum munu starfsmenn Minjastofnunar Íslands kynna stöðu verndarsvæðis í byggð á Djúpavogi og reynslu sem komin er þar sem verndarsvæði í byggð hafa verið samþykkt.

Almennar umræður um verndarsvæðið og framtíð þess í hjarta byggðarinnar á Djúpavogi.

Skipulagsfulltrúi Múlaþings,

Sigurður Jónsson.

Íbúafundur á Djúpavogi - verndarsvæði í byggð
Getum við bætt efni þessarar síðu?