Fara í efni

Íbúafundur á Seyðisfirði - fjarvarmaveita

16.05.2022 Fréttir Seyðisfjörður

Íbúafundur á Seyðisfirði. Mánudaginn 16. maí kl.17:00 Í Herðubreið bíósal.

Múlaþing boðar til opins kynningarfundar um niðurstöður athugunar á framtíðarmöguleikum á rekstri fjarvarmaveitunnar á Seyðisfirði og hvaða aðrir kostir gætu komið í stað hennar. Niðurstöður athugunarinnar sem lá fyrir í apríl var unnin var af Eflu verkfræðistofu.

Fulltrúar frá Múlaþingi, HEF-veitum og Eflu munu kynna aðdraganda og niðurstöður þessarar athugunar og svara fyrirspurnum

Íbúafundur á Seyðisfirði - fjarvarmaveita
Getum við bætt efni þessarar síðu?