Fara í efni

Innritun í leik- og grunnskóla í Múlaþingi

15.04.2021 Fréttir

Innritun í leikskóla í Múlaþingi

Skipulag leikskólastarfs i fyrir skólaárið 2021-2022 fer fram um mánaðarmótin apríl-maí næst komandi. Mikilvægt er að umsóknir um leikskóla hafi borist sveitarfélaginu í síðasta lagi 23. apríl næstkomandi.

Sótt er um leikskóla rafrænt

Nánari upplýsingar veitir leikskólafulltrúi í síma 4 700 700 eða á netfangið marta.wium.hermannsdottir@mulathing.is

 


Innritun í grunnskóla Múlaþings 2021

Nemendur í 1. bekk

Foreldrar barna í Múlaþingi, sem fædd eru árið 2015 og eru því að hefja grunnskólagöngu í haust, eru beðnir um að ganga frá skráningu barna sinna í þann skóla sem þau eiga að sækja sem allra fyrst og í síðasta lagi 30. apríl nk. Innritun í grunnskóla fer fram rafrænt á mínum síðum á heimasíðu sveitarfélagsins eða með því að snúa sér beint til viðkomandi skóla.

Breytingar á skólavist

Ef óskað er eftir breytingum á grunnskólavist nemenda í Múlaþingi, það er ef til dæmis óskað er eftir skólavist utan skólahverfis, skal sækja um það hér í síðasta lagi 30. apríl nk.

Nánari upplýsingar veitir fræðslustjóri í síma 4700 700 eða á netfanginu helga.gudmundsdottir@mulathing.is

Seyðisfjarðarskóli.
Seyðisfjarðarskóli.
Getum við bætt efni þessarar síðu?