Fara í efni

Jóladagurinn 2023

01.12.2023 Fréttir Borgarfjörður

Árlegi Jóladagurinn á Borgarfirði verður haldinn laugardaginn 9.desember. 

Auður Vala hjá Blábjörg segir daginn hafa stækkað jafnt og þétt síðustu ár. "Búðin byrjaði á því að hafa opið einn laugardag í aðventunni og bauð uppá jólaglögg og piparkökur, uppátækið þótti skemmtilegt og því ákvað Blábjörg að vera með kaffihlaðborð á þeim sama degi". "Síðan fannst öðrum auðvitað tilefni til að taka þátt og í desember 2022 stækkaði þetta til muna" segir Auður Vala. Stofnaður var í kjölfarið sérstakur jólahópur á Borgarfirði sem sér um aðalskipulag en fyrirtæki og íbúar taka jafnframt fullan þátt í viðburðinum og allir leggjast á eitt við að hafa daginn sem eftirminnilegastann. 

"í fyrra kom mikið af fólki allsstaðar að, mikið af héraðsbúum, fólk neðan af fjörðum og nokkrir frá norðfirði, stemningin var engu lík en við leggjum ríka áherslu á að hafa viðburðina fría svo fólk þurfi ekki að auka útgjöldin í desember. Dagurinn snýst um að njóta samverunnar og eiga góða stund með fjölskyldu og vinum". segir Auður vala og minnist á það að dagurinn væri vart gerlegur nema með hjálp öflugu sjálboðaliðunum sem standa vaktina. 

"Flest fyrirtæki í bænum opna dyrnar og bjóða uppá eitthvað gott en má sérstaklega nefna að Lindarbakki býður uppá epli af gömlum sið og sýnir hvernig jólin voru gjarnan höfð í gamla daga, en það er skemmtilegt fyrir alla að sjá og upplifa" heldur Auður Vala áfram og nefnið einnig að Fjörð bikes býður uppá ristaðar möndlur, popp verður í boði fyrir alla krakka og jólasveinarnir síkátu hlakka til að leika við börnin eftir langa dvöl í fjöllum. 

Sleðabraut við áflaborgina, þrautir og tónlistaratriði, markaður, sögustund og bingó má finna í dagskrá Borgfirðinga. 

Við óskum Borgfirðingum og gestum góðrar skemmtunar á þessum yndæla jóladegi í aðventunni. 

Jóladagurinn 2023
Getum við bætt efni þessarar síðu?