Fara í efni

Jólamarkaður Jólakattarins

25.10.2022 Fréttir Egilsstaðir

Eftir 2 ára hlé verður haldið upp á 15 ára afmæli Jólamarkaðar Jólakattarins sem haldinn verður á Valgerðarstöðum (fyrrum Barra) laugardaginn 10. desember næstkomandi frá klukkan 11-16. Þeir sem hafa áhuga á að vera með söluborð, hafa stuttar kynningar eða flytja tónlist á sviði hafi samband við Beggu í síma 892-3523 eða begga@skogur.is fyrir 1. desember. Verð á söluborðum er 15.000,- fyrir stórt borð og 9.500,- fyrir lítið borð.

Bændur sem ætla að bjóða uppá jólatré til sölu hafi samband við Helga í síma 893-5239 eða helgihb@simnet.is fyrir 1. desember.

Jólamarkaður Jólakattarins
Getum við bætt efni þessarar síðu?