Fara í efni

Kl. 11.50 : Áfram mælist hreyfing. Íbúafundur klukkan 16 með fulltrúum Veðurstofu Íslands

08.10.2021 Fréttir Seyðisfjörður

Hreyfing mælist enn á fleka milli skriðusárs og Búðarár. Unnið er að greiningu gagna um nákvæmar færslur í kjölfar rigninga í gær. Þær ættu að liggja fyrir síðar í dag. Engar aðrar hreyfingar hafa mælst í hlíðum ofan Seyðisfjarðar.

Um klukkan níu í gærkvöldi stytti upp eftir 40 mm úrkomu líkt og spáð var. Ekki er gert ráð fyrir rigningu í dag en lítilsháttar úrkomu á morgun, laugardag. Vel er fylgst með öllum mælum í hlíðinni ofan Seyðisfjarðar.

Herðubreið verður opin klukkustund lengur í dag en aðra daga, eða frá klukkan 14 til 17.

Klukkan 16 verður Teams fundur í Herðubreið þar sem fulltrúar Veðurstofu munu mæta til framsögu og svara spurningum. Íbúar í húsum á rýmingarsvæðum eru sérstaklega hvattir til að mæta. Allir velkomnir.

 

 

Vegna úrkomu í gær og óvissu sem henni fylgir, verður ekki í boði fyrir íbúa á rýmingarsvæðum að fara inn í hús sín fram yfir helgi. Þá er öll óviðkomandi umferð um skriðusvæðið óheimil.

Minnt er á hjálparsíma Rauða krossins í síma 1717.

Kl. 11.50 : Áfram mælist hreyfing. Íbúafundur klukkan 16 með fulltrúum Veðurstofu Íslands
Getum við bætt efni þessarar síðu?