Fara í efni

Kortasjá Múlaþings

Vakin er athygli á Kortasjá á heimasíðu Múlaþings. En kortasjáin er vefkerfi sem Lofmyndir ehf reka í samstarfi við fjölmörg sveitarfélög. Á kortasjá Múlaþings er hægt að skoða og fá upplýsingar um fjölmargt s.s. gildandi deiliskipulög í sveitarfélaginu, færð og veður, veitur, minjar og fornleifar, þjónustu og afþreyingu og örnefni. Þá er hægt að sjá teikningar af byggingum, þó fyrst og fremst á Fljótsdalshéraði þar sem unnið hefur verið að skönnun teikninga í nokkur misseri. Fyrirhugað er að með tíð og tíma verði hægt að nálgast teikningar af sem flestum húsum í sveitarfélaginu.

kortasja


Getum við bætt efni þessarar síðu?