Fara í efni

Kortlagning húsnæðis í landshlutanum fyrir óstaðbundin störf

20.01.2023 Fréttir

Á tímum heimsfaraldursins breyttist starfs- og námsumhverfi margra í takt við öra tækniþróun og þörf fyrir meiri fjarvinnu- og nám. Óstaðbundin störf eru reglulega auglýst en störf sem byggja á hugviti má sinna nánast hvar sem er. Austurbrú opnaði nýverið vef þar sem kortlagt er húsnæði í landshlutanum sem hentar vel fyrir fólk í óstaðbundnum störfum. Markmið vefjarins er að taka saman þau tækifæri sem bjóðast þegar kemur að starfsaðstöðu á Austurlandi og bjóða þannig fólki í staðsetningarlausum störfum húsnæði við hæfi.

Allar frekari upplýsingar má finna á vef Austurbrúar

Kortlagning húsnæðis í landshlutanum fyrir óstaðbundin störf
Getum við bætt efni þessarar síðu?