Fara í efni

Kveðja frá Múlaþingi

16.01.2024 Fréttir

Fyrir hönd Múlaþings sendast hér með hlýjar kveðjur til íbúa Grindavíkur. Hugur okkar er hjá ykkur sem hafið þurft að glíma við mikla erfiðleika og óvissu á undanförnum mánuðum og dáumst við af þeim samstöðumætti er ríkir í ykkar samfélagi. Við óskum þess innilega að þær náttúruhamfarir er hafa átt sér stað í ykkar nærumhverfi taki nú enda og að þið náið að byggja upp ykkar ágæta samfélag að nýju.

Fyrir hönd Múlaþings,
Björn Ingimarsson, sveitarstjóri.

Kveðja frá Múlaþingi
Getum við bætt efni þessarar síðu?