Fara í efni

Kynningarfundur um nýja veg yfir Öxi

03.02.2022 Fréttir Djúpivogur

Vegagerðin boðar til opins kynningarfundar föstudaginn 4. febrúar kl. 09:00 um fyrirhugað útboð í samvinnuverkefninu „Axarvegur (939) – nýr vegur yfir Öxi.“

Verkefnið felur í sér fjármögnun, hönnun nýrrar legu vegarins um Öxi (939), framkvæmd verksins, viðhald og umsjón hans til allt að 30 ára í samræmi við lög nr. 80/2020 um samvinnuverkefni.

Forsendur hönnunar eru m.a. fyrirliggjandi forhönnun og hönnunarforsendur Vg, er byggja meðal annars á niðurstöðum umhverfismats.

Vegurinn, sem er 20 km langur tveggja akreina, klæddur bundnu slitlagi, kemur til með að liggja frá gatnamótum Skriðdals og Breiðdalsvegar (95) að tengingu við Berufjarðarbrú.

Hann kemur til með að liggja hæst í um 520 metra hæð yfir sjávarmáli, eins og núverandi vegur. Gert er ráð fyrir að minnsta kosti einni brú á leiðinni, yfir Berufjarðará, en hugsanlegt er að hönnun leiði í ljós að hagkvæmt væri að hafa brýr í stað ræsa og fyllinga á fleiri stöðum.

Heildar efnisþörf jarðefna er áætluð rétt tæplega 1,4 milljónir rúmmetra, en gert er ráð fyrir að stærstur hluti þess efnis komi úr skeringum í vegstæði.

 

Beint streymi verður frá fundinum.

 

Hægt er að senda inn spurningar á meðan á fundinum stendur á vefsíðunni slido.com með kóðanum #axarvegur

Smellið hér til að nálgast streymið.

 

Fréttin er fengin af heimasíðu Vegagerðarinnar

Kynningarfundur um nýja veg yfir Öxi
Getum við bætt efni þessarar síðu?