Fara í efni

Laus störf fyrir 16-17 ára ungmenni við almenna garðyrkju á Seyðisfirði

22.05.2025 Laus störf Seyðisfjörður

Laus eru til umsóknar störf fyrir ungmenni fædd 2008-2009 við almenna garðyrkju á Seyðisfirði sumarið 2025. Unnið er í tímavinnu á virkum dögum og er vinnutíminn mánudaga - fimmtudaga frá kl. 8:00-16:00 (að frádregnu 45 mínútna matarhléi) og 8:00-12:00 á föstudögum. Tímabil ráðningar er 10. júní - 15. ágúst 2025. Nánari upplýsingar um starfið og hægt að sækja um það á starfasíðu sveitarfélagsins hjá Alfreð eða á heimasíðu Múlaþings undir Laus störf.

Nánari upplýsingar um störfin veitir einnig Jón Kristófer Arnarson, garðyrkjustjóri á netfanginu jon.arnarson@mulathing.is og í síma 854-2428.

Laus störf fyrir 16-17 ára ungmenni við almenna garðyrkju á Seyðisfirði
Getum við bætt efni þessarar síðu?