Fara í efni

Lausaganga hunda er bönnuð í þéttbýli

01.12.2023 Fréttir

Hundaeigendur eru minntir á að lausaganga hunda innan þéttbýlis í Múlaþingi er bönnuð. Hundar eiga að vera í taumi í fylgd með aðila sem hefur fullt vald yfir þeim eða í tryggu gerði innan lóðar. Þéttbýli í Múlaþingi er samkvæmt samþykkt um hunda- og kattahald: Bakkagerði, Eiðar, Fellabær, Egilsstaðir, Hallormsstaður, Seyðisfjörður og Djúpivogur.

Utan þéttbýlis er heimilt að sleppa hundum lausum undir eftirliti umsjónarmanns, án þess þó að gengið sé á rétt viðkomandi landeiganda. Umsjónarmaður skal tryggja að hundur valdi ekki öðrum ónæði, skapi ekki hættu eða óöryggi og hlýði innkalli. Þetta ber að hafa sérstaklega í huga í nágrenni við búfénað.

Að lokum er bent á að eiganda eða umráðamanni hunds er ávallt skylt að fjarlægja saur eftir hundinn.
Samþykkt um hunda- og kattahald og annað gæludýrahald í Múlaþingi má nálgast hér.

Lausaganga hunda er bönnuð í þéttbýli
Getum við bætt efni þessarar síðu?