Fara í efni

Leiðbeiningar frá Íslenska Gámafélaginu

07.09.2022 Fréttir

Umhverfisvitund Íslendinga hefur aukist mikið á undanförnum árum og leggja mörg fyrirtæki mikinn metnað í flokkun til endurvinnslu. Flokkun og endurvinnsla stuðla að hringrás hráefnisins, spara orku, draga úr mengun og minnkar ágang á auðlindir jarðar, eins og olíu, kol og vatn ásamt því sem förgunarkostnaður fer hækkandi. Ávinningur af flokkun er því bæði umhverfislegur og fjárhagslegur.

Þriggja tunnu kerfið er lausn sem Íslenska Gámafélagið hefur boðið upp á frá 2008, þegar Stykkishólmur tók af skarið og var fyrst allra sveitarfélaga á Íslandi til að innleiða flokkun á heimilissorpi. Síðan þá hafa fjölmörg sveitarfélög bæst í hópinn og þannig náð að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til sveitarfélaga um minnkun á sorpi sem fer til urðunar. Langflestir íbúar fagna að fá möguleika til flokka meira.

Þriggja tunnu kerfið samanstendur af grænni tunnu þar sem má setja allan pappír, bylgjupappa, plastumbúðir og minni málmhluti. Brúnni tunnu sem tekur við öllum lífrænum eldhúsúrgangi eins og matarafgöngum, kaffikorgi og kaffifilterum og grárri tunnu sem tekur við óendurvinnanlegu sorpi.

Þegar kemur að því að flokka matvæli sem mega fara í brúnu tunnuna er gott að hafa til hliðsjónar leiðbeiningar frá Íslenska Gámafélaginu sem má sjá hér.

Leiðbeiningar frá Íslenska Gámafélaginu
Getum við bætt efni þessarar síðu?