Fara í efni

Frumsýning á vandræðafarsa

20.10.2021 Fréttir Egilsstaðir

Leikfélag Fljótsdalshéraðs setur upp vandræðafarsa í leikstjórn Ármanns Guðmundssonar, en . Verkið ber heitið Tom, Dick & Harry eftir Ray og Michael Cooney, en það fjallar um þrjá samnefnda bræður sem lenda í verulega vandræðalegum aðstæðum og þurfa að koma sér úr þeirri klípu með tilheyrandi flækjum og misskilningum. Aðalleikari er Víðir Már Pétursson.

Tom, Dick & Harry verður frumsýnt á Iðavöllum laugardaginn 23. október klukkan 20:00.

2.sýning, 24.október kl. 20:00
3.sýning, 27.október kl. 20:00
4.sýning, 29.október kl. 20:00
5.sýning, 30.október kl. 20:00
6.sýning, 31.október kl. 20:00
7.sýning, 3.nóvember kl. 20:00
8.sýning, 7.nóvember kl. 20:00

Miðapantanir á midasala.lf@gmail.com eða í s. 862-3465.

Frumsýning á vandræðafarsa
Getum við bætt efni þessarar síðu?