Fara í efni

Leikskólastarf í Múlaþingi

Leikskólakerfið Vala

Nú hafa leikskólarnir í Múlaþingi, allir nema leikskóladeild Seyðisfjarðarskóla, byrjað að nota nýtt leikskólakerfi sem heitir Vala. Leikskólakerfi Völu auðveldar og einfaldar alla umsýslu varðandi leikskólann fyrir foreldra, stjórnendur, starfsfólk og sveitarfélagið. Vala býður upp á vefumhverfi og öpp hvort sem er fyrir starfsfólk eða foreldra.

Umsóknir um leikskólapláss

Búið er að opna aftur fyrir umsóknir um leikskólapláss á heimasíðu Múlaþings en loka þurfti tímabundið vegna færslunnar á milli leikskólakerfa. Þar sem úthlutun leikskólaplássa fyrir næsta skólaár, 2021-2022, fer fram um mánaðarmótin apríl-maí næst er mikilvægt að umsóknir hafi borist í síðasta lagi 23. apríl næst komandi.


Getum við bætt efni þessarar síðu?