Fara í efni

Leikskólastarf óbreytt á mánudag

01.11.2020 Fréttir

Leikskólastarf í leikskólum Múlaþings verður með óbreyttum hætti mánudaginn 2. nóvember. Beðið er eftir reglugerð þar sem væntanlega verður gerð grein fyrir hugsanlegum áhrifum hertra sóttvarnaraðgerða á starfsemi leikskóla. Það má vænta þess að einhver stytting geti orðið á opnunartíma leikskólanna þriðjudaginn 3. nóvember til að starfsfólki gefist ráðrúm til að skipuleggja næstu vikur, en reglugerðin tekur gildi miðvikudaginn 4. nóvember. Nánari upplýsingar munu verða senda til foreldra á mánudag.

 

Leikskólastarf óbreytt á mánudag
Getum við bætt efni þessarar síðu?