Fara í efni

List án landamæra

25.10.2021 Fréttir Egilsstaðir

List án landamæra fer fram í Múlaþingi í vikunni og verða tvær opnanir í tilefni hátíðarinnar að þessu sinni. Sýningarnar eru haldnar í tengslum við Daga myrkurs á Austurlandi.

 

Opnunarhóf verður í Ásheimum á Egilsstöðum (Miðvangi 22, kjallari) fimmtudaginn 28.október klukkan 13:00-17:00.  Þar mun afrakstur úr myndlistasmiðju Lóu verða sýndur þar sem þátttakendur túlka Daga myrkurs – hver á sinn hátt. Ferðafélag Ásheima selur kaffi og meðlæti.

Í sundlauginni á Egilsstöðum verður opnuð ljósmyndasýning, en þar gefur að líta fjölbreyttar ljósmyndir sem þátttakendur á ljósmyndanámskeiði undir handleiðslu Töru Tjörva hafa tekið. Í ljósmyndaverkinu “Ljós í Myrkri” fanga nemendur ljósið sem leynist víða í skammdeginu. Þau fara í ferðalag til að finna hvaða gersemar myrkrið hefur að geyma. Sýningin verður opnuð fimmtudaginn 28.október kl. 15:00. Léttar veitingar í boði.

 

Myndlistarsýningin í Ásheimum verður opin dagana 1.-4. nóvember frá klukkan 13:00-16:00.
Ljósmyndasýningin í sundlauginni verður opin á opnunartímum hússins og verður uppi út nóvember.

Fögnum fjölbreytileikanum og gleðjumst saman.

List án landamæra
Getum við bætt efni þessarar síðu?