Fara í efni

Listaverkasala til styrktar Úkraínu safnaði 500.000 kr.

16.03.2022 Fréttir Seyðisfjörður

Listaverkasalan til styrktar Úkraínu, sem haldin var í sýningarsal Skaftfells sunnudaginn 13. mars, safnaði alls 500.000 kr. Allur ágóði rennur óskiptur í neyðarsöfnun Rauða krossins til styrktar íbúa Úkraínu sem eiga nú um sárt að binda.

Skaftfell Myndlistarmiðstöð skipulagði sölu á listaverkum til styrktar Úkraínu í samvinnu við listasamfélag Seyðisfjarðar. Yfir 30 listamenn af svæðinu gáfu verk sín og settu upp pop-up sýningu, auk þess sem tónlistarmennirnir Vigdís Klara Aradóttir og Guido Bäumer buðu upp á lifandi tónlistarflutning.

Skaftfell vill þakka öllum listamönnunum kærlega fyrir þessa veglegu og óeigingjörnu gjöf og sömuleiðis öllum þeim sem veittu söfnuninni aðstoð og síðast en ekki síst kaupendur verkanna. Við erum hrærðar yfir frábærum undirtektum nærsamfélagsins

Listaverkasala til styrktar Úkraínu safnaði 500.000 kr.
Getum við bætt efni þessarar síðu?