Múlaþing óskar eftir að fá vitneskju um bilaða ljósastaura á vegum sveitarfélagins við sveitabæi.
Óskir um lagfæringar þurfa að berast til Múlaþings fyrir 15. september í netfangið ahaldahus@mulathing.is eða í síma 864 4979. Mikilvægt er að fram komi hvers eðlis bilunin er, staðsetning og símanúmer.
Múlaþing mun í septemberlok og í október senda viðgerðarmann til lagfæringa á lýsingu.