Fara í efni

Lokun Sundhallar Seyðisfjarðar

11.01.2023 Fréttir

Vegna viðgerða og viðhalds verður Sundhöll Seyðisfjarðar lokuð frá 16. janúar í að minnsta kosti 3 vikur.

Minnt er á að árskortshafar, sem og aðrir, geta nýtt sér gufubað, heitan og kaldan pott í Íþróttamiðstöð Seyðisfjarðar. Einnig geta þau sem eiga kort í Sundhöll mætt gjaldfrjálst í sundlaugina á Egilsstöðum á meðan lokun stendur.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem lokunin kann að valda.

Frekari upplýsingar veitir Dagný Erla Ómarsdóttir á dagny.erla.omarsdottir@mulathing.is eða í síma 4700 700.

Lokun Sundhallar Seyðisfjarðar
Getum við bætt efni þessarar síðu?