Fara í efni

Lokun sundlauga og íþróttahúsa

25.03.2021 Fréttir

Því miður þarf að skella í lás í öllum íþróttamiðstöðvum og sundlaugum Múlaþings frá og með deginum í dag, 25. mars.

Þetta er mjög miður enda páskarnir framundan og aukinn opnunartími og mikið stuð planað. En það þarf að taka því rólega í þrjár vikur og Múlaþing vonast svo til að geta boðið gesti velkomna að þeim tíma liðnum.

Í mannvirkjunum verður reynt að nýta tímann vel til að sinna viðhaldi og þrifum svo að vorið og sumarið gangi smurt.

Gangi okkur öllum vel, sinnum andlegri og líkamlegri heilsu og gerum þetta saman.

Við erum öll almannavarnir.

Mynd frá Djúpavogi. Búlandstindur í baksýn.
Ljósmyndari Andrés Skúlason.
Getum við bætt efni þessarar síðu?