Fara í efni

Matarmenningu Austurlands fagnað

23.09.2021 Fréttir Egilsstaðir

Matarmenningu Austurlands fagnað

Okkur að góðu fer fram á Austurlandi dagana 30. sept. – 2. okt. 2021.

Kynntu þér fjölbreytta og spennandi dagskrá Okkur að góðu sem er tileinkuð matarmenningu, framleiðslu og sjálfbærni á Austurlandi. Fjölbreyttir viðburðir eru í boði, en hver viðburður er sjálfstæður en tengist innbyrðis með þátttöku fyrirlesara, dómara, og skipuleggjenda. Taktu dagana frá og skráðu þig til leiks.

Nordic Food in Tourism - Okkur að góðu verður haldið 30.september í Hótel Valaskjálf kl. 10:00. Nordic Food Tourism er norræn ráðstefna og verður þar kynnt til leiks afrakstur þriggjar ára vinnu við kortlagningu stöðu norrænnar matargerðar og framtíðar í sjálfbærri matarferðaþjónustu.

Matarmót Matarauðs Austurlands verður haldið 1. október í Hótel Valaskjálf frá 13:30 – 17:00. Þar munu matvælaframleiðendur á Austurlandi kynna sína framleiðslu og í boði verður smakk auk þess sem nokkrir örfyrirlestrar fara fram. Hvort sem þu ert þú veitinga- eða söluaðili, langar að hefja framleiðslu eða ert áhugamanneskja um austfirskan mat og matarmenningu, þá er þetta viðburður fyrir þig.

Hacking Austurland er lausnamót sem fer fram dagana 30. september - 2. október á Neskaupsstað.
Þátttakendur vinna að því að þróa lausnir við eftirfarandi áskorunum tengdum bláu auðlindinni. Markmið lausnamótsins er að efla frumkvöðlastarf og sköpunarkraft á svæðinu og þannig stuðla að nýjum verkefnum og viðskiptatækifærum. Lausnamótinu er ekki síður ætlað að vekja athygli á því öfluga frumkvöðlasamfélagi sem er á Austurlandi.

Meira um viðburðina og skráningarform má finna hér.

 

Matarmenningu Austurlands fagnað
Getum við bætt efni þessarar síðu?