Fara í efni

Menningar- og uppskeruhátíðin Ormsteiti á næsta leiti

15.09.2022 Fréttir Egilsstaðir

Ormsteiti verður haldið dagana 16. – 24. September. Ormsteiti er uppskeru- og menningarhátið sem haldin er á Egilsstöðum og í Fljótsdalshéraði. Hátíðin var haldin fyrst árið 1993 og hefur verið með ýmsu sniði síðan þá. Hún hefur þó ekki verið haldin síðan 2019 vegna Covid faraldursins.

Hátíðin nú í ár er vegleg og kennir þar ýmissa grasa, það verður til dæmis hægt að skella sér í sundbíó, fara á tónleika, kíkja á markað í Samfélagssmiðjunni, horfa á leikskýningu í Sláturhúsinu og mæta galvösk í réttir í Fljótsdal.

Hægt er að lesa sér frekar til um hátíðina á Facebook síðu Ormsteitis og á meðfylgjandi mynd.

Menningar- og uppskeruhátíðin Ormsteiti á næsta leiti
Getum við bætt efni þessarar síðu?