Fara í efni

Menningarstyrkir Múlaþings

Ljósmynd: Jessica Auer
Ljósmynd: Jessica Auer

Byggðaráð Múlaþings auglýsir til umsóknar styrki til menningarstarfs með umsóknarfresti til og með 5. janúar 2021.

Umsækjendur verða að tengjast Múlaþingi með búsetu, eða með því að viðburðurinn fari fram í Múlaþingi eða feli í sér kynningu á menningarstarfsemi Múlaþings.

Hér er vakin athygli á því að umsækjendur um verkefnastyrki í fyrrum Seyðisfjarðarkaupstað þurfa ekki að sækja um að nýju og renna þær umsóknir sjálfkrafa inn í umsóknarferlið nú.

Stefnt er að því að afgreiðsla styrkumsókna muni liggja fyrir seinnihluta janúar 2021.

Umsækjendur er hvattir til að kynna sér reglur um úthlutun menningarstyrkja Múlaþings á heimasíðu sveitarfélagsins.

Sótt er um styrk með rafrænum hætti á Þjónustugátt sveitarfélagsins og fer innskráning þar fram með rafrænum skilríkjum eða Íslykli.

Upplýsingar veitir Jónína Brá Árnadóttir verkefnisstjóri á sviði menningarmála, sími 4700758 netfang jonina.arnadottir@mulathing.is

Atvinnu- og menningarmálastjóri Múlaþings.


Getum við bætt efni þessarar síðu?