Byggðaráð Múlaþings auglýsti í desember 2023 til umsóknar fyrri úthlutun menningarstyrkja fyrir árið 2024. Úthlutun fór fram 30. janúar 2024.
Alls bárust 35 umsóknir frá 32 aðilum. Sótt var um styrki fyrir 17.042.000 kr., en heildarkostnaður verkefna nam rúmum 88 milljónum.
Til úthlutunar í þessari fyrri úthlutun fyrir árið 2024 voru 7.912.000 kr.
Það er augljóst að Múlaþing er ríkt af skapandi og drífandi fólki sem sýnir sig í gæðum og fjölbreytni umsókna. Meðal verkefna sem eru styrkt eru meðal annars fjöldi tónleika og hátíða, námskeiðahald, listsýningar, útgáfa ljóðabóka og kvikmyndagerð svo eitthvað sé nefnt.
Umsækjendum öllum er hér með þakkað fyrir umsóknir og óskað velgengni með öll þau fjölbreyttu verkefni sem hlutu styrki.
Seinni úthlutun verður auglýst í ágúst 2024 og eru áhugasöm hvött til að fylgjast vel með!