Fara í efni

Menningarstyrkjum Múlaþings 2023 (seinni úthlutun) hefur verið úthlutað

03.10.2023 Fréttir

Byggðaráð Múlaþings auglýsti í ágúst 2023 til umsóknar seinni úthlutun menningarstyrkja á árinu 2023. Úthlutun fór fram 26.september 2023.

Alls bárust umsóknir frá 31 aðilum vegna 28 verkefna. Sótt var um styrki fyrir 13.527.853 kr, en heildarkostnaður verkefna nam tæpum 55 milljónum. 
Til úthlutunar í seinni úthlutun voru 1.908.500 kr.

Við seinna umsóknarferli menningarstyrkja var úthlutað 14% af þeirri upphæð sem sótt var um og því ljóst að hafna þurfti mörgum frambærilegum verkefnum. Aðilar sem ekki hafa hlotið menningarstyrk Múlaþings á árinu (í fyrri úthlutun) voru í forgangi.
Það er augljóst að Múlaþing er ríkt af skapandi og drífandi fólki sem sýnir sig í gæðum og fjölbreytni umsókna. Meðal verkefna sem eru styrkt eru meðal annars fjöldi tónleika og hátíða, myndlistarverkefni, mótun grjóts, námskeiðahald, listsýningar, bókaútgáfur, leiksýningar og rannsóknir á leir.

Umsækjendum er hér með þakkað fyrir umsóknir og óskað velgengni með öll þau fjölbreyttu verkefni sem hlutu styrki.

Yfirlit yfir umsóknir sem fengu styrk má sjá hér.

 

Menningarstyrkjum Múlaþings 2023 (seinni úthlutun) hefur verið úthlutað
Getum við bætt efni þessarar síðu?