Fara í efni

Molta til afhendingar

27.05.2022 Fréttir

Garðeigendur geta sótt sér moltu til að bæta jarðveg í görðum sínum. Hún er skammt innan við Landflutninga á Egilsstöðum á svæði þar sem einnig er hægt að ná í mold. Á heimasíðu Moltu ehf, sem framleiðir moltuna, segir meðal annars að „moltan er úrvals jarðvegsbætir og áburður t.d. í blóma- og tjrábeð, á lóðina eða grasflötina. Hún er fínsigtuð, dökk, laus í sér og líkist mold en er samt mun efnaríkari.“

Æskilegt er að blanda moltunni saman við mold eða sand og drefa ofan á mold.

Moltan er eingöngu ætluð einstaklingum en ekki fyrirtækjum.

Molta til afhendingar
Getum við bætt efni þessarar síðu?