Fara í efni

Móttaka jólatrjáa á móttökustöðvum sorps í Múlaþingi

06.01.2023 Fréttir Borgarfjörður Djúpivogur Egilsstaðir Seyðisfjörður

Nú eru jólin að renna sitt skeið á enda og lifandi jólatré hafa brátt þjónað sínu hlutverki. Múlaþing minnir á mikilvægi þess að koma þeim í réttan farveg. Sama á við um rusl sem verður til vegna flugelda.Tekið er á móti jólatrjánum sem og flugeldaruslinu á móttökustöðvum sorps á Egilsstöðum, Seyðisfirði og Borgarfirði eystra, á Djúpavogi er tekið á móti flugeldaruslinu á móttökustöðinni en jólatrén fara í Grænahraun.

Hjálpumst að við að hreinsa til eftir hátíðarnar og koma ruslinu rétta leið. Skiljum ekkert eftir, hvorki við heimili né á víðavangi. 

Móttaka jólatrjáa á móttökustöðvum sorps í Múlaþingi
Getum við bætt efni þessarar síðu?