Fara í efni

Múlaþing hefur óskað eftir fundi með forstjóra Icelandair

01.07.2022 Fréttir

Í ljósi þess meðal annars hversu illa hefur gengið að halda áætlun í innanlandsflugi hefur sveitarfélagið Múlaþing óskað eftir fundi í næstu viku með Boga Nils Bogasyni forstjóra Icelandair.

Innanlandsflug hefur einkennst af miklum töfum og niðurfellingum á flugi með tilheyrandi raski og óþægindum fyrir þá sem nýta sér þjónustuna. Slíkt er með öllu óviðunandi enda brýnt að samgöngur séu fyrirsjánlegar og í föstum skorðum þar sem þær sinna miklu öryggishlutverki.

Á fundinum vonast sveitarfélagið til að fá svör við því af hverju vandamálin undanfarið hafa stafað og hvað Icelandair ætli að gera til að leysa úr þeim.

Það er með öllu óásættanlegt hvernig fluginu hefur verið háttað undanfarnar vikur og ljóst að Icelandair þarf að endurskoða bæði hvernig hægt sé að standa áætlun og tryggja nægjanlega þjónustu til landsbyggðarinnar.

Mynd: Jessica Auer
Mynd: Jessica Auer
Getum við bætt efni þessarar síðu?