Fara í efni

Ný afgreiðslukerfi í íþróttamiðstöðvum og sundlaugum tekið í notkun 28. ágúst

25.08.2023 Fréttir

Núna á mánudaginn, 28. ágúst, verður skipt um afgreiðslukerfi í íþróttamiðstöðvum og sundlaugum í Múlaþingi. Hefur þessi breyting ekki áhrif á reglulega notendur miðstöðvanna að öðru leyti en því að nú verða öll kort í veski í símanum.

Aðrir gestir íþróttamannvirkja í Múlaþingi geta einnig afgreitt sig sjálfir á rafrænan hátt, hvort sem er í stakt skipti eða fleiri. Til þess að kaupa kort í símann er farið á midi.mulathing.is, tegund korts sem á að kaupa er valið og greitt fyrir með greiðslukorti. Í rafrænt veski símans bætist þá við rafrænt aðgangskort sem notandi ber upp að skanna til þess að fá aðgang að sundlaug eða líkamsrækt. Kortin eru gefin út á tiltekinn einstakling og eiga einungis að vera notuð af þeim einstaklingi. Einnig er hægt að kaupa stakan miða, sem er eitthvað sem hentar til dæmis fyrir ferðafólk sem getur þá keypt sína miða fyrirfram og þurfa ekki að staldra við í afgreiðslunni eða bíða í röð.

Þau sem eiga nú þegar kort af einhverju tagi, annað hvort í líkamsrækt eða sund, geta nú þegar farið inn á vefsíðuna midi.mulathing.is, skráð sig inn með rafrænum skilríkjum og sótt sitt kort í símann.

Leiðbeiningar:

  1. Farðu inn á midi.mulathing.is.
  1. Skráðu þig inn með rafrænum skilríkjum.
  1. Smelltu á nafnið þitt í valmyndinni (uppi til hægri) og veldu svo Kortin mín.
  1. Finndu kortið og veldu Sækja kort í síma.
  1. Þá er hægt að setja kortið upp í veskinu í símanum og skanna.

 

Athugið að fólk verður að vera með Veski/Wallet uppsett í sínum sínum, en það er sama forrit og við notum til að geyma til dæmis ökuskírteinið okkar, ýmsa miða og kort.
Kerfið er nýtt fyrir bæði notendur og starfsfólk miðstöðvanna og því viðbúið að alls konar vesen geti komið upp á meðan við erum öll að læra en starfsfólk leggur sig fram um að aðstoða öll sem óska.

Ný afgreiðslukerfi í íþróttamiðstöðvum og sundlaugum tekið í notkun 28. ágúst
Getum við bætt efni þessarar síðu?