Fara í efni

Nýbyggingar í Múlaþingi

19.10.2022 Fréttir Egilsstaðir Seyðisfjörður

Mikill gangur er í nýbyggingu íbúðarhúsnæðis í Múlaþingi.

Á Seyðisfirði eru 12 íbúðir í byggingu í tveimur raðhúsum við Vallagötu á Seyðisfirði nánar tiltekið á gamla fótboltavellunum. Búið er að steypa sökkla fyrir bæði húsin og má reikna með að veggir verði reistir á næstu dögum.

Í Fellabæ hafa verið steyptir sökklar fyrir tíu íbúða fjölbýlishús sem senn mun rísa við Selbrún rétt við nýja leikskólann sem opnaður var í vikunni. Á Egilsstöðum eru átján íbúðir orðnar rúmlega fokheldar, í Ártúni, Lagarási og Klettaseli og á Suðursvæðinu á Egilsstöðum eru komnar af stað framkvæmdir við níu íbúða fjölbýlishús og þrjú einbýlishús.

Nýbyggingar í Múlaþingi
Getum við bætt efni þessarar síðu?