Fara í efni

Nýr sparkvöllur á Egilsstöðum tilbúinn til notkunar

01.06.2021 Fréttir

Framkvæmdum er að mestu lokið við nýjan sparkvöll á Suðursvæðinu á Egilsstöðum. Sparkvöllurinn sem er reyndar endurnýttur þar sem hann stóð fyrst við grunnskólann á Hallormsstað en var tekinn niður þar fyrir nokkrum árum og hefur nú verið settur upp að nýju.

Búið er að setja hitaslaufur í völlinn og leggja á hann gervigrasið sem var endurnýtt sem og undirstöður og veggir. Framkvæmdum er ekki alveg lokið þar sem eftir er að tengja lagnir, koma ljósum á ljósastaura og ganga endanlega frá í kringum völlinn en völlurinn er eftir sem áður tilbúinn til notkunar. Það er því um að gera fyrir knattspyrnuþyrsta íbúa á Suðursvæðinu og víðar að mæta og prófa völlinn. Allir út að leika í góða veðrinu.

Nýr sparkvöllur á Egilsstöðum tilbúinn til notkunar
Getum við bætt efni þessarar síðu?