Fara í efni

Nýtt deiliskipulag Gilsárvirkjunar

16.12.2025 Fréttir

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 4. desember að kynna vinnslutillögu fyrir nýtt deiliskipulag Gilsárvirkjunar í Eiðaþinghá skamkvæmt 4. málsgrein 40. greinar skipulagslaga númer 123/2010.

Skipulagsáætlunin er unnin af EFLU verkfræðistofu fyrir hönd Orkusölunnar ehf. í tengslum við fyrirhugaða 6,7 MW vatnsaflsvirkjun. Framkvæmdin felur í sér gerð stíflu og miðlunarlóns, byggingu stöðvarhúss, lagningu vegslóða, aðrennslispípu og safnlagna. Áætluð efnisþörf er 65.000 m3.

Skipulagstillagan er aðgengileg í gegnum Skipulagsgátt þar sem er einnig hægt að senda inn athugasemd.

Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við skipulagstillöguna til og með 13. janúar 2026. Tekið er á móti athugasemdum á rafrænan hátt í gegnum Skipulagsgátt. Hægt er að óska eftir nánari leiðbeiningum gegnum netfangið skipulagsfulltrui@mulathing.is

Umsagnir um skipulagsmál teljast til opinberra gagna. Vakin er athygli á því að nöfn og umsagnir koma fram í fundargerðum sveitarfélagsins og eru aðgengileg opinberlega á Skipulagsgáttinni.

Nýtt deiliskipulag Gilsárvirkjunar
Getum við bætt efni þessarar síðu?