Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 4. desember 2025 að kynna skipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag frístundabyggðar í landi Kollsstaðasels skv. 1. málsgrein 40. greinar skipulagslaga númer 123/2010.
Skipulagsáætlunin er unnin af Landslagi ehf. fyrir hönd landeigenda en viðfangsefni hennar er að afmarka lóðir fyrir 12 ný frístundahús ásamt því að skilgreina fyrirkomulag aðkomu.
Skipulagið er aðgengilegt í gegnum Skipulagsgátt.
Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að koma á framfæri ábendingum við skipulagslýsinguna til og með 15. janúar 2026. Tekið er á móti athugasemdum á rafrænan hátt í gegnum Skipulagsgátt. Hægt er að óska eftir nánari leiðbeiningum gegnum netfangið skipulagsfulltrui@mulathing.is
Umsagnir um skipulagsmál teljast til opinberra gagna. Vakin er athygli á því að nöfn og umsagnir koma fram í fundargerðum sveitarfélagsins og eru aðgengileg opinberlega á Skipulagsgáttinni.