Fara í efni

Opin áfallamiðstöð í Egilsstaðaskóla milli klukkan 16 og 18 í dag

27.08.2021 Fréttir

Vegna uppákomunnar í Dalseli á Egilsstöðum í gærkvöldi verður opin áfallamiðstöð í Egilsstaðaskóla milli klukkan 16 og 18 í dag. Þar veitir Rauði krossinn sálrænan stuðning og -skyndihjálp.

Atburðir sem þessir eru afar fátíðir í okkar litla samfélagi og því viðbúið að allskonar tilfinningar fylgi í kjölfarið. Foreldrar og forráðafólk er sérstaklega hvatt til að koma með börn sín og ungmenni ef borið hefur á kvíða hjá þeim og áhyggjum. Öll eru velkomin.

Ekki hika við að leita aðstoðar, við erum sterkari saman.

 

Opin áfallamiðstöð í Egilsstaðaskóla milli klukkan 16 og 18 í dag
Getum við bætt efni þessarar síðu?