Fara í efni

Opin kynningarfundur Skipulagsstofnunar

16.05.2023 Fréttir
Skipulagsstofnun býður til opins kynningarfundar um Skipulagsgátt þriðjudaginn 16. maí klukkan 15.
Skipulagsgátt er landfræðileg gagna- og samráðsgátt um skipulag, umhverfismat og framkvæmdir sem hefur verið í smíðum undanfarin misseri og er nú tilbúin til notkunar. Opnun Skipulagsgáttar markar nýja tíma í aðgengi og miðlun upplýsinga um skipulagsmál, bæði hvað varðar fagfólk en ekki síður almenning sem vill hafa áhrif á hið skipulagða umhverfi. Frá og með 1. júní verða skipulagstillögur og umhverfismat fyrir framkvæmdir og áætlanir kynntar í gáttinni ásamt útgefnum framkvæmdaleyfum.
Hlekkur á streymi verður birtur fyrir fundinn á heimasíðu Skipulagsstofnunar og á viðburði kynningarfundarins á Facebook. Sjá hér:
Opin kynningarfundur Skipulagsstofnunar
Getum við bætt efni þessarar síðu?