Fara í efni

Opin ritlistarsmiðja fyrir fullorðna

23.03.2022 Fréttir Djúpivogur

Ertu skúffuskáld og langar að komast upp úr skúffunni?

Opin ritlistarsmiðja fyrir fullorðna verður í Sambúð á Djúpavogi dagana 4.-5. apríl klukkan 19:30-21:30.

Ritlistarsmiðjan er ágætis fyrsta skref til að komast af stað í skrifum og sagnagerð. Verkefni og æfingar sem lögð verða til hjálpa við að koma hreyfingu á sögurnar og ævintýrin sem við geymum innra með okkur. Litið verður í baksýnisspegilinn og hugsað út fyrir rammann. Áhersla verður á að slökkva á neikvæðum hugsunum og gefa gleðinni lausan tauminn. Má bjóða þér að stíga út fyrir þægindarammann?

Leiðbeinandi smiðjunnar er Viktoría Blöndal skáld og sviðshöfundur. Smiðjan er þátttakendum að kostnaðarlausu en mikilvægt að mæta með eigin ritföng. Hægt er að taka þátt annan eða báða dagana. Skráning og nánari upplýsingar hjá heiddisg@mulathing.is

Smiðjan er styrkt af Múlaþingi.

Opin ritlistarsmiðja fyrir fullorðna
Getum við bætt efni þessarar síðu?