Fara í efni

Opnað í Stafdal – takmarkanir í gildi

18.01.2021 Fréttir

Skíðasvæðið í Stafdal hefur verið opnað að nýju fyrir skíðafólki á öllum aldri. Takmarkanir eru þó á opnun svæðisins vegna sóttvarna og eru gestir svæðisins beðnir að kynna sér þær vel.

Tveggja metra reglan gildir alls staðar á svæðinu og er grímuskylda í og við hús og í og við biðraðir. Verður þessari reglu framfylgt stíft og grímulausum verður vísað af svæðinu.

Fyrst um sinn verður hámarksfjöldi á svæðinu miðaður við 125 manns fæddum 2004 og fyrr. Börn fædd 2005 og seinna eru ekki inni í þeirri tölu. Fari fjöldi á svæðinu nálægt hámarki stöðvast kortasala og munum við auglýsa það á samfélagsmiðlum og heimasíðu og loka svæðinu fyrir fleiri gestum.

Vinsamlegast takið með nesti og neytið úti eða í bifreiðum.

Það eru engar veitingar til sölu í skíðaskálanum og ekki er heimilt að neyta matvæla innanhúss. Skíðaskálinn er lokaður nema til að komast á salernið sem verður opið eftir fjölda um rými. Þar er einnig grímuskylda. Foreldrar sem aðstoða börn við búnað og salerni dvelji ekki lengur í skála en nauðsyn krefur.

Í skíðaskálunum eru allir snertifletir sótthreinsaðir 2 sinnum á dag og staðir sem mæðir mikið á oftar en svo.

í Kríla - og ævintýraskóla eru foreldrar beðnir um að varast hópamyndun. Skíðið frekar eða skellið ykkur á gönguskíði.

Skíðaleigan verður opin en aðeins fyrir einn gest í einu eða eina fjölskyldu í einu. Biðjum við gesti að gæta 2m reglu í biðröð. Allur leigður búnaður er sótthreinsaður eftir notkun.

Vinsamlegast virkið rakningarappið hjá öllum í fjölskyldunni áður en komið er á skíðasvæðið.

Njótum útivistarinnar og gerum þetta saman!

Mynd úr myndasafni.
Mynd úr myndasafni.
Getum við bætt efni þessarar síðu?