Fara í efni

Orðsending til íbúa á Seyðisfirði

21.09.2022 Fréttir Seyðisfjörður

Um þessar mundir standa yfir framkvæmdir við Garðarsveginn og þeim fylgir mikið rask. Eitt af því sem valdið hefur óþægindum er moldin á Garðarsveginum. Bæði verktakar og sveitarfélagið eru meðvitaðir um ástandið og hafa brugðist við því eftir fremsta megni. Komið hefur fyrir að staðið hefur á því að fá verktaka sem þrífa götur á þeim tíma sem hentar auk þess sem ekki er hægt að sópa götur þegar rignir.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. Það er því miður óhjákvæmilegt að einhver röskun á daglegu lífi bæjarbúa fylgi svo umfangsmiklum framkvæmdum. Verið er að byggja tvö fjölbýlishús með nýjum götum ásamt vatnsveitu og fráveitu.

Orðsending til íbúa á Seyðisfirði
Getum við bætt efni þessarar síðu?