Fara í efni

Páskar í Múlaþingi

04.04.2023 Fréttir Borgarfjörður Djúpivogur Egilsstaðir Seyðisfjörður

Páskar í Stafdal 

Stafdalur og skíðafélagið standa að skemmtilegri dagskrá í fjallinu yfir páskana. 

Til stendur að hafa langa opnun. Starfsmenn Stafdals telja ráðlegt að fylgjast með veðrinu og verður langa opnunin auglýst á miðlum Stafdals. 

Páskadagur:
Lyftur opna klukkan 10:00 með skemmtilegum þrauta- og ævintýrabrautum í barna- og diskalyftum. Páskaeggjaleit í boði Nóa Siríus og skíðafélagsins hefst klukkan 11:30. Frá klukkan 12:00 á páskadag verður heitt á kolunum á grillum frá Húsasmiðjunni. Fólki er frjálst að vera með pulsur og kótelettur meðferðis til að skella á grillið en SKÍS verður einnig með grillmat til sölu, til styrktar skíðafélaginu. 

Á páskadag verður stutt kynning á Freeride og í framhaldi leikum við okkur utanbrautar í fjallinu. (Athugið, hentar ekki byrjendum. Þátttekendur þurfa að búa yfir grunngetu til að renna sér á skíðum eða bretti.) 

Skírdagur : 11:00 - 16:00
Föst. langi: 11:00 - 16:00
Laugardagur: 11:00 - 16:00 
Páskadagur: 10:00 - 16:00 
Annar í páskum: 11:00 - 16:00 

ATH: dagskrá kann að færast til á milli daga vegna veðurs.


Íþróttamiðstöðvar og sundlaugar

 


Viðburðir á víð og dreif

Herðubíó verður á sínum stað með bíósýningar á föstudagskvöldum og sunnudögum. 

Tehúsið býður uppá fjölbreytta dagskrá yfir alla páskana, upphitun fyrir Stjórnarball, viðburðaröðina "aldrei kemst ég vestur" svo fátt eitt sé nefnt. 

Blábjörg slær ekki slöku við! Vöfflukaffi, páskalamb og á laugardag verður trúbador á KHB bar. 

Í Löngubúð verður Pub-quiz á skírdag.


Kirkjur Múlaþings

í Djúpavogskirkju verður fjölskyldu guðsþjónusta á skírdag klukkan 13.00. Hátíðarguðsþjónusta á páskadagsmorgni klukkan 9.00.

í Egilsstaðakirkju verður skemmtileg fjölskyldudagskrá sem gott er að skoða hér .

í Seyðisfjarðarkirkju verður almenn guðsþjónusta.

Í Bakkagerðiskirkju verða passíusálmar sungnir og lesnir á skýrdag kl 17:30 og páska-gospel messa á annan í páskum kl 14:00

Austuróp er sviðslistahópur sem helgar sig flutningi óperutónlistar og söngtónleika á Austurlandi en hópurinn fer um kirkjur á Austurlandi í dymbilvikunni.


Stofnanir og söfn

Safnarhúsið býður uppá skrímslaratleik, málsháttafeluleik, nýjustu bækurnar og blöðin og ýmislegt fleira sem er tilvalið fyrir alla meðlimi fjölskyldunnar.  Opnunartími í dymbilviku (mán. - mið.)
Bókasafn Héraðsbúa: Klukkan 13:00-18:00.
Minjasafn Austurlands: Klukkan 11:00-16:00.

Lokað 6. - 10. apríl.
 
Sláturhúsið verður með opið, laugadaginn 8. apríl klukkan 13:00 - 16:00 á sýninguna, Jarðtenging.

Skrifstofur Múlaþings verða lokaðar um páskana frá og með fimmtudeginum 6. apríl til og með 10. apríl.

Gleðilega páska.

Páskar í Múlaþingi
Getum við bætt efni þessarar síðu?