Fara í efni

Ráðning fræðslustjóra Múlaþings

Ákveðið hefur verið að ráða Sigurbjörgu Hvönn Kristjánsdóttur í stöðu fræðslustjóra Múlaþings. Sigurbjörg hefur undanfarin ár hefur verið aðstoðarskólastjóri í Egilsstaðaskóla. Hún hefur auk kennaramenntunar lokið meistaranámi í stjórnun menntastofnana. 

Staða fræðslustjóra var auglýst og fjórar umsóknir bárust um starfið. Helga Guðmundsdóttir sem um langt ára bil hefur gegnt starfi fræðslustjóra lætur af störfum 1. júlí nk. 

Sigurbjörg er boðin velkomin til starfa en hún hefur störf 1. júní nk.


Getum við bætt efni þessarar síðu?