Fara í efni

Ræsting á stofnunum hjá Múlaþingi 2022-2025

08.06.2022 Fréttir

Múlaþing óskar eftir tilboðum í ræstingu á fjórum stofnunum, leikskólum Egilsstaða og Fellabæjar og bæjarskrifstofu á Egilsstöðum.

Verktaki skal ræsta stofnanirnar reglulega og ræsta einstök rými í samræmi við kröfur um fjölda þrifdaga í hverri viku. Um er að ræða hefðbundna ræstingu, meðal annars á gólffl­ötum, borðum, láréttum flötum, gleri og snyrtingum, og losun ruslatunna. Þjónusta skal stofnanirnar virka daga yfir allt árið utan skilgreindra hátíðardaga og lokunardaga stofnunar.

 

Gólffleetir eru samtals um 2.900 m2.

Samningstími er 1. september 2022 til 31. ágúst 2025 með heimild til framlengingar; samtals 2 ár.

 

Verkið er auglýst á EES. Útboðsgögn eru aðgengileg á rafrænu formi frá föstudeginum 3. júní 2022 í gegnum útboðsvef Mannvits: https://mannvit.ajoursystem.is/

 

Tilboðum skal skilað á útboðsvefinn fyrir klukkan 11:00 mánudaginn 4. júlí 2022.

Opnunarfundur verður ekki opinn bjóðendum, en fundargerð verður send öllum bjóðendum eftir opnun tilboða.

Ræsting á stofnunum hjá Múlaþingi 2022-2025
Getum við bætt efni þessarar síðu?