Fara í efni

Rafræn undirskrift hönnunargagna

12.01.2024 Fréttir Borgarfjörður Djúpivogur Egilsstaðir Seyðisfjörður

Byggingarfulltrúi Múlaþings hefur tekið upp rafræna undirskrift uppdrátta sem skilað er inn til embættisins samhliða byggingarleyfisumsóknum. Um mikið hagræði er að ræða fyrir embættið, viðskiptavini þess sem og hönnuði. Þegar uppdrættir hafa verið yfirfarnir af embættinu eru þeir sendir rafrænt á hönnunarstjóra og/eða hönnuði til staðfestingar. Byggingarfulltrúi staðfestir þá einnig rafrænt og kemur þeim á kortasjá Múlaþings. Þessi breyting mun spara umsýslukostnað bæði hjá viðskiptavinum embættisins og hjá Múlaþingi þar sem ekki þarf lengur að meðhöndla pappír eða senda hann á milli staða og skanna þá inn, eingöngu vegna áritunar þeirra og vistunar.

Áfram verður unnið að því í áföngum að skanna eldri gögn til birtingar á kortasjá Múlaþings.

Hægt er að skoða ýmsar teikningar á kortasjá Múlaþings hér.

Rafræn undirskrift hönnunargagna
Getum við bætt efni þessarar síðu?