Fara í efni

Reddingakaffi

09.07.2021 Fréttir

Munasafn RVK Tool Library er að vinna að göfugu verkefni sem felst í því að kynna og koma á fót Reddingarkaffi viðburðum út um allt land. Munasafnið RVK Tool Library fékk styrk frá Rannís til að standa að verkefninu. Reddingakaffi fer um landið og kynnir verkefnið, hvað Reddingakaffi viðburðir eru og hvernig á að skipuleggja þá. Vinsamlega athugið að kynningin verður á ensku en fræðsluefni er á íslensku og með í för er einnig Íslendingur sem getur þýtt á milli ef þess er þörf. Kynning á Reddingakaffi verður á Seyðisfirði og Egilsstöðum.

 

Kynningin á Seyðisfirði verður í Herðubreið þann 11. júlí klukkan 14:00 og á Egilsstöðum þann 13. júlí klukkan 14:00 í Ný-ung.

 

Eitt aðal markmiðið með þessu verkefni er að stuðla að sjálfbærara samfélagi með því að nýta kunnáttu þeirra sem kunna að lagfæra allskonar hluti og föt og kenna hana áfram svo að hún deyi ekki út. Með því að laga hluti sem eru þarfnast viðgerðar í staðinn fyrir að henda þeim og kaupa nýja stuðlum við að minni kolvetnismengun og útgjöldin verða minni fyrir einstaklinga. Einnig er markmiðið að kynna réttinn til að lagfæra - the right to repair hreyfinguna og hvers vegna hún er mikilvæg.

Reddingakaffi
Getum við bætt efni þessarar síðu?