Fara í efni

Reglur í strætó

23.09.2022 Fréttir Egilsstaðir

Að gefnu tilefni er vert að ítreka að það gilda reglur í strætó. Reglurnar eru til að tryggja öryggi allra sem ferðast með strætó og því er mikilvægt að þeim sé fylgt. Það eru til dæmis margar ástæður fyrir þeirri einföldu reglu að allir eigi að sitja kyrrir í sætinu sínu á meðan á ferð stendur. Má þar nefna að þá er sýn bílstjórans út um baksýnisgluggann ekki heft, hann verður síður fyrir truflun og athyglin getur beinst óskert að akstrinum eins og hún á og þarf að vera. Einnig er sætið öruggasti staðurinn í bílnum og þá sérstaklega ef hemlað er snögglega.

Við vonumst eftir því að foreldrar fari vel yfir reglurnar í strætó með sínum börnum og útskýri þær fyrir þeim. Það er miklu auðveldara að fara eftir reglum ef við skiljum af hverju þær eru og sjáum að reglurnar eru ekki bara til ama og leiðinda.

Hægt er að sjá frekari upplýsingar um reglur sem gilda í strætó hér.

Reglur í strætó
Getum við bætt efni þessarar síðu?