Fara í efni

Regnbogahátíð Hinsegin Austurlands á Egilsstöðum

15.07.2022 Fréttir Egilsstaðir

Í dag, 15. júlí 2022, verður opnun regnbogahátíðar við Hús handanna á Egilsstöðum þar sem Tara Tjörvadottir, formaður Hinsegin Austurlands, setur hátíðina. Er hátíðin sú fyrsta af nokkrum sem haldnar verða á Austurlandi í sumar.

Máluð verður regnbogagata við Fagradalsbrautina og svo verður gengin fyrsta gleðiganga á Egilsstöðum upp í Tjarnargarðinn. Í garðinum verður dagskrá á hátíðarsviði þar sem verða ávörp frá m.a. Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra, Jódísi Skúla þingmanni kjördæmisins og séra Kristínu Þórunni Tómasdóttur.

Auk ávarpa verða tónlistaratriði frá Valnýju Láru Jónsdóttur Kjerúlf, skemmtiatriði og húllagleði fyrir öll með Húlladúllunni og Daníel E. Arnarsson lokar dagskránni með gleðibombu!!

Í Tjarnargarðinum verður einnig boðið upp á grill, andlitsmálningu og fjölskyldufjör og hægt verður að kaupa alls konar regnbogavarning bæði við Hús handanna og í Tjarnargarði.

Eru íbúar Múlaþings og gestir hvött til þess að mæta á regnbogahátíð, ganga saman og sýna regnbogalitaða samstöðu með mannréttindum. Eins er hvatt til þess að íbúar og þjónustustofnanir flaggi regnbogafánum eða öðrum hinsegin fánum í dag og um helgina.

Mynd fengin af Facebook síðu Hinsegins Austurlands
Mynd fengin af Facebook síðu Hinsegins Austurlands
Getum við bætt efni þessarar síðu?