Eftir uppfærslu á bókhaldskerfum sveitarfélagisns hefur komið upp sú staða að reikningar frá síðustu mánaðamótum á Mínum síðum Múlaþings birtast ekki.
Reikningarnir munu birtast á vefnum um leið og þetta hefur verið lagfært. Þurfi fólk að nálgast reikninga fyrir þann tíma er hægt að óska eftir afriti með því að senda tölvupóst á innheimtur@mulathing.is.
Hafi íbúar keypt sér kort í vefsölu á midi.mulathing.is, þá er hægt að nálgast reikninginn fyrir því undir flipanum ,,Kortin mín“.
Verið er að vinna að lausn og vonast er til að þetta komist í lag sem fyrst.