Fara í efni

Rithöfundalest(ur) á Austurlandi 2022

15.11.2022 Fréttir

Austfirskir höfundar fylla Rithöfundarlestina í ár sem verður á ferð um Austurland 17. - 20. nóvember að kynna verk sín venju samkvæmt. Að þessu sinni verður Rithöfundalestin alfarið austfirsk þar sem allir höfundar eiga rætur eða eru búsettir á Austurlandi.

Rithöfundalestin er samstarfsverkefni Gunnarsstofnunar, Skaftfells, Menningarstofu Fjarðabyggðar, menningarsviðs Múlaþings og menningar- og atvinnumálanefndar Vopnafjarðarhrepps. Verkefnið nýtur stuðnings Uppbyggingarsjóðs Austurlands, Síldarvinnslunnar, Alcoa, Atlantsolíu, Brims, Forlagsins, Bílaleigu Akureyrar og Gistihússins á Egilsstöðum.

Kjarna lestarinnar mynda:

  • Benný Sif Ísleifsdóttir með skáldsöguna Gratíana sem er framhald Hansdætra
  • Jónas Reynir Gunnarsson með skáldsöguna Kákasus-gerillinn
  • Smári Geirsson með stórvirkið Sögu Fáskrúðsfjarðar
  • Ragnar Ingi Aðalsteinsson með þrjú verk, Líkið er fundið - sögur af Jökuldal, kvæðasafn systkinanna frá Heiðarseli og bók um Skáld-Rósu.

Aðrir höfundar sem stíga um borð í lestina á mismunandi stöðum eru:

  • Unnur Sveinsdóttir með barnabókina Skotti og sáttmálinn
  • Ásgeir Hvítaskáld með skáldsögu byggða á sönnum atburðum, Morðið í Naphorni
  • Jón Pálsson með glæpasöguna Skaðræði
  • Jón Knútur Ásmundsson með ljóðabókina Stím
  • Anna Karen Marinósdóttir með ljóðabókina Kannski verður allt í lagi
  • Björn Ingvarsson með þýðingar á ljóðum Inúíta

Upplestrarsamkomur Rithöfundalestarinnar eru

Lestarferðinni lýkur á Skriðuklaustri þar sem flestir ofangreindu höfundanna koma fram og fleiri austfirskar bækur verða kynntar á viðburði sem einnig verður streymt á netinu.

Rithöfundalest(ur) á Austurlandi 2022
Getum við bætt efni þessarar síðu?