Fara í efni

Rýming á Seyðisfirði

// english //
// polish//

Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórann á Austurlandi hefur ákveðið að lýsa yfir hættustigi almannavarna á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum. Frá því í gær hafa mælst hreyfingar á fleka sem liggur milli skriðusársins frá 2020 og Búðarár. Auk þess er spáð úrkomu á svæðinu þegar nær dregur helgi. Utan þess svæðis hafa hreyfingar ekki mælst.

Í ljósi þessara upplýsinga verða eftirtalin hús rýmd:

Við Fossgötu 4, 5, 7

Við Hafnargötu 10,12, 14, 16b, 18c og 25

Þá er umferð um göngustíg meðfram Búðará bönnuð á meðan hættustig er í gildi.

Gert er ráð fyrir að rýming vari fram yfir helgi í ljósi úrkomu sem spáð er á svæðinu. Þá verður staðan metin að nýju. Verið er að opna fjöldahjálparstöð í Herðubreið þangað sem allir eru velkomnir. Hún mun opin fram eftir kvöldi. Einnig er velkomið hafa samband við 1717 hjálparsíma Rauða krossins eða netspjallið.

In polish

In english


Getum við bætt efni þessarar síðu?